Canon EOS 5D Mark IV myndavél kostir og gallar
Canon EOS 5D Mark IV myndavélin var kynnt til leiks í ágúst 2016. Ég eignaðist mína vél árið 2019 og hef tekið næstum 100K myndir á vélina. Heilt yfir þá er ég mjög ánægður með vélina og fer yfir helstu kosti og galla hér að neðan.
Canon EOS 5D Mark IV með 24-70mm linsu.
Linsur
Þær linsur sem ég nota mest með myndavélinni eru Canon 24-70mm 2.8 og svo 70-200mm 2.8. Á að auki 50mm 1.4 linsu og macro linsu.
70-200mm 2.8 Canon linsa
Staðreyndir um 5D Mark IV myndavélina
Full-frame
30.4 megapixla CMOS myndflaga.
ISO 32,000
4K vídeó & Full HD í 60p slow motion.
Veðurþolin
Þyngd u.þ.h. 800 gr.
Tekur 7 ramma á sek.
Fjöldi Pixla 31.7 MP
ISO lágmark 100
Hámarkshraði lokara 1/8000 s
Gerð rafhlöðu Lithium-Ion (Li-Ion)
Rafhlöðutegund LP-E6N
Kostir
Vönduð myndavél, veðurþolin og sterkbyggð vél. Hef farið með hana útí miklar rigningar og hún hefur aðeins einu sinni hætt að virka. Það var í mjög mikilli ringingu í langan tíma og eftir að hafa þurrkað hana vel í 1-2 tíma komst hún aftur í samt lag.
Ég reyni að sjálfsögðu að vernda vélina fyrir rigningu en stundum er bara ekki hægt annað en að vera með hana úti í vondu veðri og þá er gott að vita að vélin eigi að þola það. Myndavélin hefur reynst mér vel í íþróttamyndir einkum myndir af sundmótum og fótbolta.
Gallar
Nýrri vélar eru oft hraðari og fókuskerfið betra. Flestar nýrri vélar eru speglalausar og eru þær minni og léttari. Nýrri myndavélar eru oft betri í lítilli birtu en ég hef verið að nota forrit sem heitir Tobiaz og það lagar kornóttar myndir og gerir það ansi vel. Þó mig langi í nýja speglalausa myndavél þá eru engir augljósir gallar við þessa vel þó hún sé orðin frekar gömul.
Myndefni
Ég hef mikið myndað á sundmótum og þar er mikill raki og mikil hreyfing sem þarf að frysta. Hún hefur virkar mjög vel við þær aðstæður. Eins hef ég myndað götulífsmyndir (street photography), myndabankaljósmyndir (stock photography), ferðalagamyndir. Aðeins myndað landslagsmyndir og portrettmyndir. Hef einnig myndað aðrar íþróttir eins og fótbolta og körfubolta og handbolta.